Lausnir fyrir framleiðslufyrirtæki
Framleiðsla og heildsala
dk er með tilbúnar lausnir fyrir framleiðslufyrirtæki. Framleiðslufyrirtæki þurfa öflugar og sveigjanlegar hugbúnaðarlausnir fyrir sinn rekstur.
dk fyrir framleiðslu- og samsetningarfyrirtæki inniheldur allar algengar kerfiseiningar eins og fjárhagskerfi og sölukerfi. Framleiðslukerfi, birgðakerfi og innkaupakerfi eru þau kerfi sem framleiðslufyrirtæki treysta á. Mikið hagræði í rekstri næst með verkbókhaldskerfi og launakerfi dk.


Lausnir fyrir framleiðslufyrirtæki
Framleiðslukerfi
Framleiðslukerfi dk er með framleiðsluáætlunum sem vinnur alveg frá innkaupum á vörum með Innkaupakerfinu þar til fullunnin framleidd vara er tilbúin í lagerkerfi til sölu.
Með uppskriftarkerfi má skrá uppskriftir að framleiðsluvörum með vörunúmerum úr birgðakerfi dk. Vörur geta verið framleiðsluvörur eða framleitt á lager um leið og uppskriftarvara er seld.
Sölukerfi fyrir framleiðslufyrirtæki
Sölureikningar
Sölukerfi dk með sölureikningum, sölupöntunum, sölutilboðum og margvíslegum greiningum og áætlanagerð býður upp á sölu á framleiðsluvörum, uppskriftarvörum og samsettum vörum.
- Sölureikningar
- Sölupantanir
- Áskriftapantanir
- Tilboðskerfi


Strikamerkjalausnir fyrir framleiðslufyrirtæki
Handtölvulausnir
dk býður upp á handtölvulausnir, hugbúnað fyrir handtölvur og tengingar við handtölvukerfi frá Ofar, Edico ofl.
Kerfin tengjast birgðakerfi dk viðskiptahugbúnaðar og henta fyrir allar stærðir fyrirtækja.
Með handtölvum er m.a. hægt að gera talningu, vörumóttöku og taka til pantanir.
Lausnir fyrir framleiðslufyrirtæki
Birgðakerfi
dk býður upp á öflugt birgðakerfi sem hentar öllum fyrirtækjum. Birgðakerfið heldur utan um lager og geymir birgðastöðu fyrirtækis. Gott birgðakerfi er nauðsynlegt til að stýra birgðum og halda birgðakostnaði í lágmarki.
Grunnur birgðakerfisins hefur að geyma vörur og vinnslur til að skrá birgðir inn og út af lager. Með dk vefþjónustu er hægt að tengja birgðakerfi og sölukerfi við vöruhúsakerfi K8 wms.
