Beint í efni
dk hugbúnaður

Jafnréttis- og launastefna

Við hjá dk leggjum áherslu á jafnrétti og að starfsfólk njóti jafnræðis í launum fyrir sömu störf.  

Hér fyrir neðan má sjá jafnréttis- og launastefnu dk hugbúnaðar.

Hafir þú fyrirspurn til okkar varðandi jafnréttis- og launastefnu getur þú sent fyrirspurn á netfangið hjalp-hja-dk.is

SSK-J0420-0001 Jafnréttis- og launastefna

Jafnréttis- og launastefna

Markmið

Að tryggja að allir sem starfa hjá fyrirtækinu njóti jafnræðis í launum fyrir sömu og/eða jafn verðmæt störf og hafi sömu tækifæri að þróast í starfi óháð kyni, stöðu, uppruna, aldri eða búsetu.

Ábyrgð

Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á að jafnréttis- og launastefna félagsins sé skjalfest, innleidd og framfylgt í félaginu í heild, sem og þróun jafnlaunakerfisins í samvinnu við æðstu stjórnendur og mannauðsdeild. 

Mannauðsdeild skal rýna árangur félagsins árlega og gera viðunandi ráðstafanir ef þörf er á.

Umfang

Stefnan nær til alls starfsfólks sem starfar hjá fyrirtækinu.

Framkvæmd

Forsendur

dk skuldbindur sig til að :

  • Skjalfesta, innleiða, viðhalda og bæta stöðugt stjórnun jafnlaunakerfis í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST-85.
  • Öðlast vottun í samræmi við lög 150/2020 um jafnlaunavottun. 
  • Framkvæma árlega launagreiningu. 
  • Bregðast við óútskýrðum launamun með stöðugum umbótum og eftirliti. 
  • Árlega skal fara fram innri úttekt og rýni stjórnenda sem felur í sér eftirlit og viðbrögð. 
  • Fylgja lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru á hverjum tíma og staðfesta árlega af framkvæmdastjórn að þeim sé hlítt. 
  • Framfylgja og rýna jafnlaunamarkmið. 
  • Kynna árlega niðurstöður launagreininga og jafnlaunastefnu fyrir starfsfólki félagsins. Stefnan skal einnig vera aðgengileg á ytri vef félagsins. 

Sömu laun fyrir sömu störf

Laun taka mið af inntaki starfa, álagi, hæfni og árangri starfsfólks. Forsendur launaákvarðana eru að þær séu í samræmi við kjarasamninga, studdar rökum og tryggi að sömu laun séu greidd fyrir sambærileg eða jafn verðmæt störf. 

Menntun og starfsþróun

Lögð er áhersla að á allt starfsfólk hafi sömu möguleika á fræðslu, endurmenntun og starfsþróun. 

Áreiti og einelti

Starfsfólk er hvatt til að sýna hvert öðru ávallt kurteisi og virðingu í samskiptum. Einelti, ofbeldi eða kynferðisleg áreitni í hvaða mynd sem er verður ekki undir neinum kringumstæðum liðin. Stjórnendur heita því að bregðast við af festu og í samræmi við viðbragðsáætlun ef upp koma mál sem snerta einelti eða hverskyns áreitni. 

Hlutverk stjórnenda

Það er hlutverk allra stjórnenda að framfylgja stefnu félagsins í jafnréttismálum. Stjórnendur hverrar einingar bera ábyrgð á að ákvarðanir um að laun umfram kjarasamningsbundnar hækkanir séu í samræmi við jafnlaunastefnu fyrirtækisins.