Beint í efni
Einstaklingar og verktakar

Einstaklingar og verktakar

Einstaklingar, verktakar og minni fyrirtæki þurfa einföld og þægileg viðskiptakerfi. Bókhald, sölureikningar og launakerfi sem er öflugt, einfalt og sjálfvirkt.

Viðskiptalausn I er minnsta útgáfan af dk viðskiptahugbúnaðinum. Lausnin er hentug fyrir lítil fyrirtæki og fyrirtæki í einföldum rekstri, svo sem einstaklinga með rekstur og margvísleg verktakafyrirtæki. Viðskiptalausn II og III eru hentugar fyrir meðalstór fyrirtæki.

Árlega bætast við um 500 lítil og meðalstór fyrirtæki í hóp þeirra fyrirtækja sem dk hugbúnaður þjónar.

Einstaklingar og verktakar

Alhliða bókhaldskerfi

Bókhaldskerfið inniheldur m.a. fjárhags-, viðskiptamanna-, lánardrottna-, sölu-, birgða- og launakerfi. 

Engar takmarkanir eru á færslufjölda.

Mjög fljótlegt er að taka kerfið í notkun því með kerfinu fylgja fulluppsett fyrirtækjaform fyrir mismunandi tegundir rekstrar sem innihalda m.a. bókhaldslykla og tengingar við hin ýmsu undirkerfi.

Einstaklingar og verktakar

Sölureikningar

Stofna reikninga og senda til viðskiptavina er einfalt með dk. Margvíslegar útfærslur eru mögulegar allt eftir kröfum hvers félags.

Auðvelt er að prenta út, senda með tölvupósti eða senda kröfu í banka með dk sölureikningum.

Tengdu dk við bankann og þá er hægt að senda kröfu bunka í banka, senda kröfu beint í banka. Tengdu dk við Rafræna reikninga og þá er hægt að senda og móttaka rafræna reikninga sem sparar mikinn tíma.

Einstaklingar og verktakar

Launakerfi

Með launakerfi dk er hægt að sjá um alla launavinnsluna. Með einföldum hætti greiðir þú laun og dk sér um rafræn skil á öllum gjöldum.

dk býður upp á eitt hagstæðasta launakerfið sem hægt er að fá. Launakerfi sem stækkar með fyrirtækinu og vinnur með bókaranum.

Með dk launakerfi verður launavinnslan auðveld og sjálfvirk.

Einstaklingar og verktakar

Hugbúnaður í áskrift

dk í áskrift er hagkvæm og þægileg leið fyrir öll fyrirtæki sem gefur kost á alhliða bókhaldskerfi í mánaðarlegri áskrift. Greitt er mánaðarlegt gjald fyrir hugbúnaðinn.

Innifalið er hýsing á gögnum, afritun og öryggisvarnir í fullkomnu tækniumhverfi. Nútíma netbókhald sem fyrirtæki treysta á.

Með dk One er hægt að gera gera viðskiptalausnina ennþá öflugri.

Einstaklingar og verktakar

Áskriftamöguleikar

dk býður upp á þrjár leiðir fyrir einstaklinga, verktaka og fyrirtæki

  • Viðskiptalausn I
  • Viðskiptalausn II
  • Viðskiptalausn III.

Við allar viðskiptalausnirnar er hægt að bæta við kerfiseiningum þegar reksturinn stækkar og eflist.