Beint í efni
dk lausnir

dk vefþjónusta

dk býður upp á vefþjónustu fyrir sína viðskiptavini. Nokkur þúsund fyrirtæki treysta á dk vefþjónustu fyrir sinn rekstur í dag og fer þeim ört fjölgandi.

Vefþjónustu má nota til að tengja netverslanir og þjónustur við undirkerfi dk viðskiptahugbúnaðar. 

Vefþjónusta er oft kölluð API tenging og er ætluð til að gera örugga tengingu á milli ólíkra kerfa og þjónusta sem þurfa að vinna saman.

Með vefþjónustutengingu er hægt að sjálfvirknivæða kerfishluta og skapa þannig mikla hagræðingu í rekstri.

dk lausnir

Vefverslanir og sölukerfi

Hægt er að tengja saman birgða- og sölureikningakerfi dk við vefverslunar- og sölukerfi með dk Plus vefþjónustu.

Þannig er hægt að sækja og uppfæra gögn á milli kerfa eins og birgðastöðu, sölureikninga og sölupantanir.

Athugið að vefþjónusta dk er ekki sjálf tengingin við netverslunina.

dk lausnir

Skýrslur og forrit

Vefþjónustur henta vel fyrir alls kyns sjálfvirkar vinnslur og skýrslur. Advise, Godo, Booking Factory , Power BI, WooCommerce, Shopify, Cabas, K8 wms , Targit ofl. þjónustur er hægt að tengja við dk með vefþjónustu dk.

  • Advise Business Monitor
  • Power BI 
  • Targit
  • bókunarkerfi
  • eignaumsýslukerfi
dk lausnir

Fyrirtæki með vefverslun

Fjöldi þjónustufyrirtækja hafa hannað vefverslunarlausnir á móti vefþjónustu dk. 

Með slíkum lausnum er hægt að tengja saman netverslun við sölu- og birgðakerfi dk hugbúnaðar.

Á Lausnatorgi dk má sjá fjöldan allan af fyrirtækjum sem eru með tilbúnar lausnir fyrir notendur dk.

dk vefþjónusta

dk Plus REST

Með dk Plus API tengingu er hægt að tengja saman ólík kerfi við dk gagnagrunninn. Kerfið nýtir sér JSON/REST til að ná í upplýsingar hratt og auðveldlega. 

Demo API

dk vefþjónusta

Odata tenging

OData (Open Data Protocol) tengingu er hægt að fá með dk Plus vefþjónustu. 

Með OData er hægt að tengja dk gögn við Microsoft Power BI, Excel og fleiri þjónustur. Til að tengja dk við Power BI eða Excel þarf að stofna aðgangslykil.

dk lausnir

Remote Desktop Access

Hægt er að fá aðgang að dk prófunarkerfi sem dk Plus vefþjónustan tengist. 

Vinsamlegast sendið beiðni á hjalp@dk.is til að fá aðgang að kerfinu.